Um okkur

Íslensk netverslunarmiðstöð fyrir rafræn gjafabréf.
Gjafakaup er íslensk netverslunarmiðstöð fyrir rafræn gjafabréf. Hugmyndin kviknaði fyrir mörgum árum þegar við hjónin vorum að vandræðast með að finna gjafir fyrir barnaafmæli. Það var svo vorið 2018 sem við ákváðum að taka hugmyndina alla leið en þá hafði ég (Hildur) rekið markaðsstofu í tæpt ár og fann þörfina þar líka.
Markmið Gjafakaupa er að bjóða upp á fjölbreytt úrval af gjafabréfum frá skemmtilegustu fyrirtækjum landsins. Við viljum að viðskiptavinir okkar upplifi ferlið sem einfalt, þægilegt og auðvitað umhverfisvænt.
Við erum nýtt fyrirtæki og því einstaklega móttækileg fyrir öllum ábendingum, spurningum, hrósi og gagnrýni. Við viljum heyra hvað þér og vinum þínum finnst um okkur svo ekki hika við að senda okkur tölvupóst á gjafakaup@gjafakaup.is eða í gegnum Facebooksíðuna okkar facebook.com/gjafakaup.
Kveðja,
Hildur & Siggi
Gjafakaup ehf
Kt: 710719-0200
VSK númer: 135524
Símanúmer: +354 690 4563
Vilt þú selja gjafabréfin þin hjá okkur?
Endilega sendu póst á hildur@gjafakaup.is og ég verð í sambandi.