Hvernig virkar Gjafabréf.is?

1. Þú velur gjafabréfið

Á forsíðu Gjafabréf.is má finna þau fyrirtæki sem bjóða upp á rafræn gjafabréf. Þú einfaldlega smellir á lógó fyrirtækisins sem þú vilt kaupa gjafabréf af og ferð beint inn á síðu fyrirtækisins þar sem þú getur auðveldlega séð þau gjafabréf sem í boði eru.  Veistu ekki hvað þú átt að gefa? Notaðu flipana á forsíðunni til að hjálpa þér að finna réttu gjöfina! Þú getur fundið gjafabréf eftir flokkum, viðburðum, landshlutum, verði og jafnvel skoðað tilboð. Ef þú ert enn í vafa þá getur þú líka leitað að réttu gjöfinni með því að smella á stækkunarglerið efst í hægra horninu („leit“).

2. Þú kaupir gjafabréfið 

Þegar þú hefur fundið réttu gjöfina þá velur þú þá upphæð sem þú vilt gefa, fjölda gjafabréfa og svo „setja í körfu.“ Þá færist gjafabréfið sjálfkrafa í innkaupakerruna efst í hægra horninu. Til að ganga frá greiðslu þá velur þú innkaupakerruna og fyllir út þær upplýsingar sem beðið er um.

3. Þú færð gjafabréfið sent   

Þegar greiðslan hefur gengið í gegn færð þú gjafabréfið sent til þín í tölvupósti á netfangið sem þú settir inn þegar þú greiddir fyrir gjafabréfið.

4. Þú gefur gjafabréfið

Þegar þú hefur fengið gjafabréfið sent til þín þá getur þú a) prentað það út og gefið viðkomandi, b) tekið mynd af því og sent viðkomandi í t.d. sms-i eða í gegnum Facebook messenger, c) notað það sjálf/ur eða d) búið til þitt eigið kort og gefið það. Kjósir þú að búa til þitt eigið kort þá þarf að koma fram á því hver gjöfin er og hjá hvaða fyrirtæki, upphæð, númer gjafabréfs, pin-númer og kt. kaupanda. Gjafabréfið er svo hægt að nota eins og hvert annað gjafabréf (athuga þarf kaupskilmála hvers fyrirtækis).