Gjafabréfið gildir í tveggja nátta gistingu fyrir tvo í Comfort herbergi með rómantískum margrétta kvöldverði að hætti hússins með sitt hvoru þemanu.

Gistihúsið Langaholt, á sunnanverðu Snæfellsnesi, er umfaðmað stórbrotinni náttúru. Til norðurs mikilfenglegur fjallgarður, til suðurs gullin strönd og til vesturs blasir við Snæfellsjökull í allri sinni dýrð. Gistingin í Langaholti telur 40 herbergi, öll með sér baði. Í Langaholti er metnaðarfullur sjávarréttaveitingastaður þar sem kappkostað er að galdra fram ljúffenga rétti úr því besta sem hafið við Snæfellsnes gefur. Í túnfætinum er 9 holu "Links" golfvöllur í mjög náttúrulegu umhverfi og er undirlag hans uppgróinn foksandur af ströndinni og öll upplifun verður mjög "Skosk".

Gildistími gjafabréfs er 1.október til 30. apríl ár hvert. Gjafabréf veita ekki forgang. Handhafar eru vinsamlega beðnir að hafa samband í síma 435-6789 eða senda tölvupóst á langaholt@langaholt.is og boða komu sína með þægilegum fyrirvara. 

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Gjafabréf hjá Langaholti – rómantík í tvær nætur fyrir tvo”

Gjafabréf hjá Langaholti – rómantík í tvær nætur fyrir tvo

Dásamleg gjöf fyrir þá sem vilja smá rómantík með æðislegum mat! 

48.900kr.

Á lager