Gjafabréfið gildir fyrir tvo í gistingu, þriggja rétta matseðil og morgunverðarhlaðborð. Gjafabréfið gildir allan ársins hring. 

Hótel Glymur opnaði í september 2001, allt húsið var endurbætt árið 2006 og allar innréttingar í húsinu unnar í samvinnu við innlenda og erlenda hönnuði og listamenn. Þannig er hvert herbergi einstakt og mikið af húsgögnum eru handsmíðuð. Árið 2007 bættust svo við 2 svítur á jarðhæð hótelsins sem hafa sérsvalir og hornbaðkar. Árið 2010 voru opnuð 6 lúxushús sem eru í suðurhlíðum Glyms og er hvert hús með eigin þema. Hótelið er því með 23 lúxusherbergi, tvær svítur og sex hús. Öll herbergi og svítur eru afskaplega vel búin, með þráðlausu interneti, flatskjá, 10 sjónvarpsrásum, síma og kaffivél. Hvert herbergi er sérhannað, útbúið hágæða ítölsku leðursófasetti og skreytt einstökum listaverkum. Við hótelið eru tveir heitir pottar sem allir gestir hafa aðgang að.

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Gjafabréf fyrir tvo hjá Hótel Glym”

Gjafabréf fyrir tvo hjá Hótel Glym

Gjöf fyrir þá sem vilja slappa af og njóta í æðislegu umhverfi! 

35.000kr.

Á lager